Um verslunina Rangá

Verslunin Rangá er elsta starfandi matvöruverslunin í Reykjavík, stofnuð árið 1931 af Jóni Jónssyni frá Ekru á Rangárvöllum. Verslunin var rekin á Hverfisgötu 71 en fluttist árið 1948 í Skipasund 56 og varð þar með fyrsta matvöruverslunin í Langholtinu þar sem hún hefur verið til húsa síðan.

Agnar Árnason og Sigrún Magnúsdóttir keyptu verslunina árið 1971 og breyttu henni í sjálfsafgreiðslubúð með mjólkursölu ári seinna. Saman ráku þau Rangá í 20 ár þangað til Sigrún dró sig út úr rekstrinum. 1984 keypti Rangá Kjartansbúð og voru þær svo sameinaðar átta árum síðar.

Árið 2010 tók dóttir Agnars, Kristbjörg Agnarsdóttir við rekstrinum og rak verslunina til ársins 2019 þegar Bjarni Þór Logason og Rakel Ólafsdóttir tóku við rekstrinum og eru því þriðja fjölskyldan til að taka við rekstrinum í 88 ára sögu verslunarinnar.