Nýjir eigendur

Verslunin Rangá er búin að vera starfandi í 88 ár, þar af 48 ár í sömu fjölskyldu. Kristbjörg Agnarsdóttir og fjölskylda ákváðu eftir farsælt starf að snúa sér á önnur mið og seldu reksturinn til Bjarna Logasonar og Rakelar Ólafsóttur.

Bjarni og Rakel hafa búið í hverfinu síðasliðin ár með börnin sín 3 og hafa verið dyggir kúnnar Rangá í gegnum árin enda má finna þar allt milli himins og jarðar. Bjarni hefur um 20 ára reynslu af störfum í verslunarreskstri og er mjög spenntur yfir að taka að sér litlu búðina með stóra hjartað enda er búðin hverfisverslun sem alls ekki má missa sín enda orðin rótgróið í hverfið.

Búðin mun ekki taka neinum stórvænlegum breytingum en planið er að hlusta á kúnnana sem margir hafa verslað við Rangá svo áratugum skiptir.

Rakel og Bjarni horfa björtum augum til framtíðar og eru spennt yfir komandi verkefnum og að þjónusta viðskiptavini að mikilli alúð. Eitt er allavegana víst að hverfið kallar eftir kaupmanninum á horninu og er Rangá svo sannarlega komið til að vera. "Litla búðin með stóra hjartað"