Jafnlaunastefna

Jöfn laun fyrir alla

Jafnlaunastefna Rangá er ætlað að tryggja öllum starfsmönnum sem starfa hjá fyrirtækinu jöfn tækifæri eins og kveðið er á í lögum og stjórnarskrá um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Jafnlaunastefnan er órjúfanlegur hluti að launastefnu Rangá.

Markmið stefnunnar er að stuðla að því að allt starfsfólk hafi jöfn tækifæri og koma í veg fyrir hvers konar mismunum.